Bókasafnið er opið sem hér segir:
„Bókelskan mann skortir aldrei tryggan vin, hollan ráðgjafa, kátan félaga né áhrifaríkan hughreystanda.“ (I. Barrow)
| Dagar | Opnunartími |
| Mánudaga | kl. 08:30 – 09:20 og kl. 12:10 – 12:45 |
| Þriðjudaga | kl. 08:30 – 09:20 og kl. 12:10 – 12:45 |
| Miðvikudaga | kl. 08:30 – 09:20 |
| Fimmtudaga | kl. 08:30 – 09:20 og kl. 12:10 – 12:45 |
| kl. 19:30 – 21:30 | |
| Föstudaga | kl. 09:10 – 09:30 |
Prjónakvöld verður á bókasafninu fyrsta og þriðja fimmtudagskvöld í mánuði.
Allir velkomnir með handavinnuna sína, einnig þeir sem vilja bara hitta fólk
eða glugga í blöð og bækur
Bókasafnsvörður er Regúla Verena Rudin, netfangið er bokasafn@laugaland.is. Sími bókasafnsins er 487-6547.
Bókasafnskennsla
Meginmarkmið eru að:
- þjálfa hlustun og einbeitingu með því að lesa sögur fyrir nemendur.
- örva nemendur til skapandi leikja með orðum og myndum.
- nemendur fái verkefni sem stuðla að undirbúningi lestrarnáms.
- nemendu læri að bera virðingu fyrir bókum og fari vel með þær.
- nemendur átti sig á uppröðun skáldrita og læri að gera greinarmun á fræðiritum og skáldritum.
- þjálfa nemendur í notkun stafrófsins, t.d. með stafrófsleikjum og dulmáli.
- þjálfa nemendur í að tengja texta við daglegt líf og að þeir geri sér grein fyrir mikilvægi þess að geta leitað sér upplýsinga.
Námsgögn:
- Leitum og finnum á skólasafni.
- Í leik á skólasafni I.
- Í leit á skólasafni.
- Langsum og þversum.
- Ýmis verkefni.
