Fréttir

Skólaráðsfundur 27. apríl 2021

Skólaráðsfundur 27. apríl 2021 kl 15:30

 

Mætt eru: Sigurjón, Regula, Ragnheiður, Árbjörg Sunna, Borghildur, Thelma, Sunna Hlín og Ragna

 

Sigurjón setti fundinn og kynnti í framhaldinu starfsáætlun og dagatal næsta skólaárs. Á næsta ári verða jafnmargir starfsmenn og síðastliðið ár. Það eru 2 stjórnendur, 1 deildarstjóri, 10 kennarar, 3-4 skólaliðar, 3 starfsmenn í mötuneyti og húsvörður. 5 skólabílar aka nemendum í og úr skóla.

Sigurjón fór yfir skóladagatal næsta árs og kom þar meðal annars fram að 16. ágúst mæta kennarar og fram að skólasetningu sinna kennarar undirbúningi og endurmenntun. Fastir kennarafundir eru einu sinni í mánuði allt skólaárið. 23. ágúst er skólasetning og þá mæta nemndur eftir sumarfrí. Skólaárinu er skipt upp í tvær annir sem enda hvor um sig með annarmati sem unnið er á síðustu viku hvorrar annar eins og verið hefur. Fjórar skemmtanir hafa verið samegninlegar með skólum úr sýslunni og nærliggjandi sveitum. Þessar skemmtanir eru haustballið, íþrótthátíð, listahátíð og sameginleg árshátíð og dreifast þær yfir skólaárið. Samræmd könnunarpróf verða á sínum stað sem og hinar ýmsu uppákomur, dagur íslenskrar tungu og allir okkar jólauppbrotsdagar. Tók hann sérstaklega fram að í ár hafi foreldrar ekki verið með í jólaballinu sökum COVID og eftirtektavert var hvað nemendur voru virkari í dansi en áður. Mögulega verður skoðað að hafa jólaballið eingöngu með nemendum og starfsfólki aftur þar sem það þótti takast vel.

Á vorönn er starfsdagur 4 og nemendur mæta 4. janúar. Á vorönninni eru einnig hinir hefðbundnu uppbrotsdagar s.s. þorrablót, samræmd könnunarpróf 9. bekkjar, árshátíð og margt fleira. Í febrúar er venjan m.a. sú að farið er í leikhús með alla bekki en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin.

180 skóladagar eru á næsta ári eins og vera ber samkvæmt lögum. Þá eru starfsdagar 5 yfir skólaárið auk  8 vinnudaga kennara í upphafi og lok skólaárs. Nemendur verða komnir í sumarfrí þann 31. maí.

 

  1. mál

Sigurjón kynnti námsval næsta veturs. Nemendur í 8.-10. bekkur geta valið um þrjár greinar, (6 kennslustundir) á viku. Nemendur í 7. bekk fá auk þess eina valgrein (2 kennslustundir á viku).

Í ár eru eftirfarandi valáfangar í boði, hverjir þeira verða kenndir fer eftir ásókn:

 

  • íþróttir og útivera
  • skólahreysti með áherslu á heilsueflingu
  • leiklist
  • tónlist og söngur
  • heimilifræði
  • kvikmyndaval
  • knapamerki 1
  • listaval
  • málm og vélsmíði
  • skák og spilaval
  • starfsnám í dagskóla
  • Starfsnám í leikskóla
  • sviðsmynda- og búningahönnun
  • textílmennt
  • tálgun/trésmíði
  • tölvur og stuttmyndagerð

 

 

 

 

  1. mál

Sigurjón fór yfir skólastarfið í vetur. Covid setti ákveðið strik í skólastarfið. Skólinn hefur þó verið eðilegt. Við höfum mikið rými miðað við nemendafjölda og auk þess var keppikefli að halda rútínu eins og hægt var. Má þar nefna að við héldum okkar árshátíð og litlu jól en höfðum þann háttinn á að við streymdum viðburðunum. Spurning kom um hvort ekki yrði áfram reynt að streyma viðburðum þó svo COVID yrði ekki til að stoppa fjöldasamkomum. Svarið við því er að skólinn mun sannarlega skoða það mál og allar líkur á að við getum a.m.k haldið áfram að nýta “youtube“ reikning skólans og hlaðið þar inn upptökum. Það er ákveðnum vandkvæðum bundið að streyma og sýna fyrir fullum sal og því verða allar hliðar skoðaðar í því máli á næsta skólaári. Sigurjón taldi að skólastarfið hafi almennt verið mjög gott í ár. Hann þakkaði hlýjan hug foreldrasamfélagsins sem kom bersýnilega í ljós á haustdögum þegar skyndilega urðu mannabreytingar og ráða þurfti inn nýtt fólk með litlum sem engum fyrirvara. Þá hafi verið gott að finna að fólk hafi verið tilbúið að hlaupa undir bagga með skólanum. Ekki kom þó til þess og leystust starfsmannamál farsællega. Þá kom fram ánægja með að Garpur íþróttafélgið komi inn á skólatíma fyrir yngstu nemendur eins og reynt var í vetur. Einnig kom fram ánægja hjá fundarmönnum um jöfn kynjahlutföll í starfsliði skólans.

 

  1. mál

Önnur mál:

  • Thelma kynnti nýja heimasíðu skólans. Thelma hefur unnið við nýja heimasíðu ásamt tölvunarsérfræðingi og lítur ný síða mjög vel út, nútímaleg og þægileg aflestrar. Nýja síðan fer vonandi í loftið á næstu vikum og verður þá kynnt í frétablaði skólans Stafnum.
  • Sigurjón þakkaði að lokum gott og ánægjulegt samstarf við skólaráð. Tóku fundarmenn undir það og þökkuðu Sigurjóni sömuleiðis.

Sigurjón þakkaði að því loknu fyrir góðan fund og sagði fundi slitið kl 16:20.

 

 

Fundargerð ritaði:

Ragna Magnúsdóttir

css.php